20.12.2009 | 03:54
Ef vera kynni
Menning og listir | Breytt 25.12.2009 kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2009 | 01:44
Brandari
Maðurinn kom seint að kvöldi inn í 10-11, gekk beint að kjötborðinu og spurði afgreiðslumanninn: "Áttu til endur?"
Afgreiðslumaðurinn svaraði: "Nei, við erum ekki með endur. En við erum með gott tilboð á kjúklingum."
Það fauk í aðkomumanninn sem hreytti út úr sér: "Kjúklinga? Ertu eitthvað verri? Konan heldur að ég sé búinn að vera á skytteríi um helgina. Hvernig heldur þú að það komi út að segjast hafa skotið hænur?"
17.10.2009 | 23:12
Brandari
Amish kallast sértrúarsöfnuður í Bandaríkjunum. Söfnuðurinn lifir í afar fábrotnu einangruðu samfélagi án allra nútíma þæginda: Ekkert rafmagn, engin mótorknúin farartæki... Það eru ekki einu sinni rennilásar eða tölur notaðar. Amish fólkið umgengst ekki annað fólk nema brýna nauðsyn beri til.
Eitt sinn brá svo við að gamall Amish karl þurfti að bregða sér í kaupstað. Í fyrsta sinn á ævinni. Hann fékk son sinn til fylgdar. Þeir komu í andyri hótels og horfðu í kringum sig. Þeim varð starsýnt á stállitaðar lyftudyr.
Feðgarnir höfðu aldrei séð lyftu. Öldruð kona gengur að lyftunni, ýtir á hnapp, lyftudyrnar opnast, konan gengur inn í lyftuna og dyrnar lokast. Feðgarnir störðu áfram á lyftuna í forundran til að vita hvað yrði um konuna. Þeir höfðu séð að á bak við dyr lyftunnar var aðeins lítill lokaður klefi.
Að nokkrum tíma liðnum opnast dyrnar aftur. Út gengur ung og falleg kona. Feðgarnir horfa á eftir henni ganga út á götu og hverfa. Gamli Amish karlinn klórar sér í hausnum af undrun. Svo segir hann við son sinn:
"Farðu og sæktu mömmu þína. Mig langar að setja hana í þetta tæki."
5.10.2009 | 23:25
Bandarískt rokk
Bandaríska pönkdrottining sem svo er stundum kölluð, Patti Smith, afgreiðir gamlan rythma-blús rokkslagara, Jailhouse Rock. Patti Smith var pönk samkvæmt bandarísku skilgreiningunni en ekki alveg pönk samkvæmt bresku skilgreiningunni. En samt pönkuð þegar þannig lá á henni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 23:48
Nína Hagen
Austur-þýska söngkonan Nína Hagen kom óvænt inn í pönksenuna 1978. Hún var langskólagengin í óperusöng en snéri sér að pönkinu eftir að frósturfaðir hennar, vinsæll vísnasöngvari sem ég man ekki hvað heitir (kannski Wolf Bierman? eða eitthvað álíka) var rekinn frá A-Þýskalandi fyrir andóf gegn þáverandi kommúnistastjórn þar.
Nína Hagen var og er ofurmáta góð söngkona. Hún hellti sér út í pönkið í Bretlandi og varð alþjóðleg poppstjarna. Missti sig í dópi og hefur verið hálf rugluð síðan. Fyrstu plötur hennar eru bestar. Síðast þegar ég vissi bjó hún í Danmörku og var í sambúð með dönskum upptökustjóra. Það hefur slitnað upp úr þeirra sambandi. Mér skilst að hún búi þó ennþá í Danmörku.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2009 | 00:52
Twist and Shout
Lagið Twist and Shout átti ekki að vera á fyrstu plötu Bítlanna. Hljómsveitinni var skammtaður dagspartur til að hljóðrita fyrstu plötu sína. Vegna taugaóstyrks spiluðu Bítlarnir flest lögin aðeins hraðar en á æfingum. 1963 voru plötur teknar upp "live" í hljóðveri. Þegar til kom átti hljómsveitin eftir ónotaðar nokkrar mínútur í hljóðverinu og platan var í mínútum talið styttri en gert var ráð fyrir.
Bítlarnir voru "spíttaðir" (af örvandi lyfjum) í hljóðverinu og ákváðu í skyndingu óundirbúnir að bæta Twist and Shout við. John Lennon var þeirra "spíttaðastur", búinn með röddina en ofvirkur og kýldi á Twist and Shout. Þetta varð lagið sem setti punktinn fyrir ofan i-ið á plötunni. Aldrei áður (jú, reyndar Presley) hafði hvítur söngvari öskrað af slíku hömluleysi. Lagið varð tákn þess villta sem Bítlarokkið stóð fyrir. Út á þetta lag varð Bítlaæðið tákn endurreisnar rokksins sem hafði nánast horfið eftir 1958: Presley horfið til hermennsku og í kjölfar farinn að leika í lélegum kvikmyndum, Chuck Berry kominn í fangelsi vegna skattsvika, Little Richard ýmist á geðveikrahæli eða orðinn Jesú-predikari, Jerry Lee Lewis úthrópaður sem barnaníðingur, Buddy Holly og Ricky Valens fórust í flugslysi 1958. Og svo framvegis. Aldrei áður hafði það gerst í sögu dægurlagamúsíkur að vinsæll músíkstíll næði endurkomu. En Bítlarnir kollvörpuðu þessari hefð með Twist ans Shout. Endurreistu rokkið með stæl og stimpluðu rokkið aftur inn til frambúðar.
Sjálfur sagði John að hann hafi verið fullur samviskubits yfir þessu lagi. Honum þótti sem hann hafi verið að riðjast óboðinn inn á svið svartra öskursöngvara á borð við Little Richard, Screaming Jay Hawkinds og slíkra. Þetta lag opnaði fyrir flóðgáttir hvítra rokkara sem leyfðu sér að brúka öskursöng af þessu tagi. Varð tákn bítlarokks.
Röddun Bítlanna var hvorki í þessu lagi né síðar tónfræðilega rétt samkvæmt uppskrift þess sem áður gilti. En virkaði fullkomlega. Síðar náðu Bítlarnir ennþá betri tökum á frábærri röddun langt út fyrir hið hefðbundna. Urðu snillingar á því sviði, ásamt The Beach Boys og Grosby, Stills, Nash and Young.
Til gamans má geta að Bítlarnir reyndu árum saman að kenna The Rolling Stones að radda. Hlupu jafnvel undir bagga á plötum. En The Rolling Stones náðu aldrei tökum á dæminu.
Tónlist | Breytt 22.4.2009 kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 21:13
Einn blindfullur
Ofurölvi náungi bröltir út af kránni. Hann dettur strax á gangstéttinni fyrir utan og kútveltist niður í göturæsið. Hann margdettur aftur á meðan hann reynir að standa upp. Að lokum tekst honum að standa upp og skjögrar af stað. Honum gengur illa að halda jafnvægi vegna þess að hann gengur með annan fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í ræsinu. Hann heldur áfram að detta ítrekað og reisa sig upp með sömu erfiðismunum og áður. Og heldur áfram að skakklappast með annan fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í ræsinu.
Lögreglubíl er ekið hjá. Bíllinn stoppar, lögreglumaður vindur sér að þeim fulla, tekur undir handlegginn á honum og segir valdmannslega: "Þú kemur með okkur niður á stöð. Þú ert ósjálfbjarga vegna ölvunar."
Sá fulli horfir furðulostinn á lögreglumanninn og spyr: "Er ég fullur? Ertu viss? Ertu alveg viss?"
Lögreglumaðurinn svarar: "Það leynir sér nú ekki. Þú ert gjörsamlega á skallanum."
Sá fulli hendir sér fagnandi í fangið á lögreglumanninum og hrópar: "Dásamlegt! Dásamlegt! Ég hélt ég væri orðinn fatlaður!"
Spaugilegt | Breytt 12.1.2009 kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 23:37
Bráðfyndið myndband
The Maury Show er bandarískur sjónvarpsþáttur svipaður þeim sem kenndur er við Jerry Springer. Fólk mætir í sjónvarpssal og afhjúpar leyndarmál um sig fyrir framan sína nánustu, sem einnig eru í sjónvarpssal. Barnungar dætur upplýsa mæður sínar um að þær séu barnshafandi eða að þær stundi vændi. Kona eða maður segja maka sínum frá framhjáhaldi. Og svo framvegis.
Í þessu myndbandi fræðir hvít kona hvítan eiginmann sinn um að hún hafi haldið framhjá honum með svörtum nágranna þeirra. Eiginmaðurinn fær grátkast og þykir þetta óréttlátt vegna þess að hann vinnur mikið og skaffar vel. Hann lýsir yfir að hann vilji ekkert með konuna hafa lengur en einkabarn þeirra sé honum allt.
Þá fær hann að vita að DNA próf sýni að hann sé ekki líffræðilegur faðir barnsins. Við það fær kallinn áfall og grætur ennþá meira.
Þetta er sorglegt. En það broslega er að það fer ekki á milli mála að barnið er svertingi. Kallinn hafði bara aldrei tekið eftir því.
4.1.2009 | 23:58
Pirrandi spurning
Spaugilegt | Breytt 8.1.2009 kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 14:15
Þvert yfir alheiminn
Hér syngur bandaríska söngkonan Fiona Epli lag Johns Lennons, Across the Universe. Hún heldur tryggð við upprunalega útsetningu Bítlanna á laginu eins og það var flutt á plötunni Let it Be en gerir það samt að sínu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Spurt er
351 dagur til jóla
Bloggvinir
- hallaj
- agnesasta
- arabina
- vestfirdingurinn
- volcanogirl
- annasolrunk
- arnaringvarsson
- hljod
- taoistinn
- akm
- formychildren
- astasoffia
- astrosyr
- baldurborg
- ugla2
- beh26
- bergthorolason
- bertha
- berthath
- bf
- einarstrand
- elisae
- onlysolutions
- egelskamat
- snakur
- fanneybk
- fjolakarls
- curvychic
- hreinn23
- gusg
- gunniwaage
- crispy
- aglow
- hildurhelgas
- hildurheilari
- talsetning
- holmfridurge
- hhraundal
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- knudsen
- girlpuzzle
- jensgud
- natures
- omarsdottirjohanna
- johanneseggertsson
- johannesthor
- jonagunnsa
- jonsullenberger
- poppstjarna
- vatnsberinn
- kreppukallinn
- kristbjorn20
- hannahh
- kiddirokk
- krissi46
- lauola
- kara84
- lrnews
- beggibestur
- willys
- ninnapalma
- radagerdur
- rakelanna
- siggileelewis
- sunnanmegin
- edalhestar
- sigurborgkrhannesdottir
- sigurdurbaldvin
- sirpa
- buccness
- dolla
- sporttv
- superwoman
- fugla
- sveinn-refur
- sveinneh
- tobba
- christinemarie
- tomas-waagfjord
- tunnutal
- myworld
- vidarorn
- vignir-ari
- zordis
- ylfamist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar