Spaug

  - Mamma,  ég er ólétt,  grætur 15 ára stelpan fyrir framan móður sína.

  - Guð minn góður! Hver er pabbinn?  spyr móðirin skelkuð.

  - Hvernig á ég að vita það?  hreytir stelpan reiðilega út úr sér og bætir ásakandi við:  Þú bannaðir mér alltaf að eiga kærasta! 


Heppilegt...


Ætlarðu að hringja á morgun?

  Hlustið á ljúft lag hér í tónspilaranum til vinstri á síðunni.  Það er sungið af Jóhönnu Seljan,  afadóttur Helga Seljan,  fyrrverandi alþingismanns.  Pabbi hennar er Þóroddur Seljan.  Þau Jóhanna og Helgi Seljan, sjónvarpsmaður eiga sama afa,  Helga Seljan.  Þetta er ekkert svo flókið.

Eldur, eldur!

  Það hefur kviknað í litlu blokkaríbúðinni.  Íbúarnir þar,  tvær ljóskur,  hafa forðað sér hóstandi út á svalir.  Önnur hrópar:  "Eldur,  eldur!".  Það virðist ekki vekja viðbrögð hjá neinum.  Hún snýr sér að hinni ljóskunni og segir:  "Þetta virðist ekki duga.  Við verðum að hrópa saman."  Sú brá við snöggt og byrjaði þegar að hrópa:  "Saman,  saman!"


Einn góður

  Blindfullur náungi situr á bar í Ármúlanum.  Náunginn er alveg að lognast út af.  Þá kemur hann skyndilega auga á annan álíka fullan við hinn enda barsins.  Við þessa sjón hressist kauði.  Með erfiðsmunum tekst honum að feta sig yfir til hins gaursins með því að styðja sig við barbrúnina.  Þangað kominn heilsar hann með handabandi og spyr hvort ekki megi bjóða upp á bjórkönnu.  Hinn þiggur boðið með þökkum.

  -  Hvaðan ertu?  spyr sá sem bauð.

  -  Keflavík,  svarar hinn.

  -  Þú segir ekki?  Skemmtileg tilviljun.  Ég er líka frá Keflavík. Ég verð að bjóða þér upp á skot.  Svo skálum við fyrir Keflavík.

  Þeir fá sér skot,  skála fyrir Keflavík og halda áfram spjalli.  Það kemur í ljós að þeir eru jafnaldrar og gengu báðir í Myllubakkaskóla.

  -  Skálum fyrir Myllubakkaskóla!  Nú býð ég upp á skot,  segir sá sem hingað til hefur þegið veitingar hins.   Þeir spjalla meira saman og komast að því að þeir höfðu flesta sömu kennara og þekktu marga sömu skólafélaga.  Fögnuður er mikill við hvert atriði sem þeir uppgötva að eiga sameiginleg.  Þeir halda upp á það með því að bjóða til skiptis upp á skot og skála grimmt.

   Einn af fastakúnnum barsins kemur inn og sest við barborðið.  Barþjónninn færir honum ískaldan bjór án þess að spyrja neins.  Fastakúnninn spyr:  "Jæja,  er ekkert að gerast á barnum í kvöld?"

  Barþjónninn svarar:  "Nei,  þetta er rólegt kvöld."  Svo hallar hann sér að fastakúnnanum, bendir í laumi á þessa blindfullu frá Keflavík og segir hvíslandi:  "Tvíburarnir frá Keflavík eru búnir að vera á skallanum hérna í allan dag."


Reggí

  Jamaíski söngvarinn Desmond Dekker sló rækilega í gegn á alþjóðamarkaði 1969 með þessum reggíslagara.  5 árum eða svo áður en samlandi hans,  Bob Marley,  varð alþjóðleg súperstjarna.  Hugmyndafræði jamaískra reggípoppara,  eða trúarviðhorf, ganga út á að blökkumenn séu gyðingarnir sem Biblían segir frá.  Þetta er dálítið ruglingslegt fyrir þá sem þekkja ekki rastafara trúarbrögðin.  Að óreyndu má ætla að jamaísku reggípoppararnir séu að syngja um gyðingana í Ísrael.  En þeir eru að syngja um blökkumenn sem gyðinga. 


Einn léttur

  Slökkvilið Hafnarfjarðar vígði nýjan slökkviliðsbíl við hátíðlega athöfn.  Bíllinn var búinn nýjasta hátæknibúnaði og hinn glæsilegasti í alla staði.  Hljómsveitirnar Botnleðja og Kátir piltar spiluðu og boðið var upp á smurbrauðssnittur,  bjór og léttvín.  Eftir röð ávarpa frá bæjarstjórnarmönnum og slökkviliðsstjóra tóku bæjarstjórinn og slökkviliðsstjórinn tal saman.  Bæjarstjórinn sagði:  "Þetta er aldeilis frábært.  Ég er bara að velta fyrir mér hvað við eigum að gera við gamla slökkviliðsbílinn."

Slökkviliðsstjórinn svaraði:  "Hann verður fínn í gabbútköllin." 


Brandari

  Þennan brandara má heimfæra upp á hverja sem er.  Allt eftir því hvaða nöfn bera hæst í umræðunni þegar brandarinn er borinn á borð.  Málið er að taka hann ekki of hátíðlega.  Þetta er,  jú,  bara brandari.

  Vegna vantrauststillögunnar sem Ólafur F. Magnússon lagði fram á borgarstjórnarfundi í gær á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur höfum við brandarann svona að þessu sinni:

  Hanna Birna átti leið um hestahús við Sprengisand.  Þar tók hún hestamenn tali.  Enda stutt í prófkjör og kosningar.  Eftir smá spjall var Hönnu Birnu boðið að fá sér reiðtúr á þægilegum gömlum hesti.  Hanna Birna var hin kátasta og fór á töltandi hestinum víða um austurborgina.  Hún mætti Gísla Marteini sem var á reiðhjóli.  Hann kallar til Hönnu Birnu:  Láttu folann spretta almennilega úr spori!

  Hanna Birna kallaði til baka:  Þetta er meri.  Ekki foli.

  Gísli Marteinn svaraði:  Nei,  það leynir sér ekki að þetta er foli.  Ég sé typpið á honum.

  Hanna Birna varð undrandi og sagði útskýrandi:  Nú?  Ég tók áðan fram úr Ólafi F.  Magnússyni sem fór fremstur í gönguhópi.  Hann hrópaði yfir hópinn:  "Sjáið þessa helvítis tussu á hestinum.  Ég fæ æluna upp í háls!"        


Ensk hljómsveit með bandarískt vísnalag

  Myndgæðin eru vond en sándið fínt.  Breska rokksveitin Judas Priest flytur hér vísnalagið  Diomond and Rust  eftir bandarísku söngkonuna Joan Baez.  Illar tungur segja að textinn sé pilla á Bob Dylan.  Þegar Bob var ungur maður, í upphafi sjöunda áratugarins,  átti hann samtal við vísnasöngvarann Richard Farina.  Bob sagði Richard frá löngun sinni til að verða fræg poppstjarna og spurði hvernig best væri að láta þá ósk sína rætast.

  Richard svaraði í gríni að einfaldasta leiðin sé að sofa hjá Joan Baez,  mágkonu Richards.  Joan var þá nýorðin frægasta nýstjarna bandaríska vísnasöngs.  Fyrst dægurlagasöngvara til að prýða forsíðu fréttablaðsins Time og búin að ná plötu inn á Topp 10 bandaríska vinsældalistann.  Joan var titluð drottning vísnasöngssenunnar.

  Viku síðar hitti Richard þau Joan og Bob.  Joan kynnti Bob þá sem kærasta sinn.  Richard átti ekki til orð.  Hann varð svo hissa.  Bob hafði tekið hann á orðinu,  þrátt fyrir að vera nokkru yngri en Joan.  En þetta gekk eftir.  Joan tók Bob að sér.  Hóf að syngja söngva hans og kallaði hann samviskusamlega upp á svið til sín hvar sem hún skemmti.

  Nokkru síðar sló Dylan í gegn.  Þá varð hann virkilega leiðinlegur við Joan.  Setti dónalega út á allt hjá henni fyrir framan aðra og á öðrum stundum hunsaði hann hana.  Joan yfirgaf hann,  sár og svekkt.  Hún hélt samt áfram að syngja lög hans og talaði vel um hann út á við. 

  Joan átti lög og plötur í efstu sætum vinsældalista fram til 1971.  1975 átti hún endurkomu (comeback) á vinsældalistum með  Diamonds and Rust.  Dylan var brugðið og endurnýjaði hið snarasta vinskap við Joan þó þau tækju ekki upp ástarsamband á ný.  Hann fékk Joan til að túra með sér í hljómleikaferðinni  Rolling Tunder Reveu Tour  og taka þátt í kvikmyndinni  Renaldo and Clara

  Í heimildarmynd um Bob Dylan (sem sýnd var á RÚV í fyrra) sagðist hann vonast til að Joan hafi í dag skilning á því að á sínum tíma hafi hann verið ástfanginn af henni en verið of ungur til að kunna að höndla það.

  Þau hafa verið góðir vinir undanfarin 34 ár og Joan gerir bara grín að þessum æskubrekum þeirra. 

  Lagið  Diamonds and Rust  hefur orði sívinsæll þungarokksslagari.  Ekki aðeins í flutningi Judas Priest heldur einnig Nazareth,  Ritchie Blackmore (Deep Purple,  oftast reyndar í rólegri útgáfu) og fjölda þungarokkshljómsveita sem ég man ekki nöfn á.    

           


Næsta síða »

Höfundur

aloevera
aloevera
Aloe Vera Jónsdóttir

Tónlistarspilari

Ætlarðu að hringja á morgun? - Jóhanna Seljan

Spurt er

Notar þú "Body Lotion"?

350 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ktar_968807
  • ...kir_punktar
  • soleo4
  • Soleo3
  • soleo2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband