Einn blindfullur

  Ofurölvi náungi bröltir út af kránni.  Hann dettur strax á gangstéttinni fyrir utan og kútveltist niður í göturæsið.  Hann margdettur aftur á meðan hann reynir að standa upp.  Að lokum tekst honum að standa upp og skjögrar af stað.  Honum gengur illa að halda jafnvægi vegna þess að hann gengur með annan fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í ræsinu.  Hann heldur áfram að detta ítrekað og reisa sig upp með sömu erfiðismunum og áður.  Og heldur áfram að skakklappast með annan fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í ræsinu.

  Lögreglubíl er ekið hjá.  Bíllinn stoppar,  lögreglumaður vindur sér að þeim fulla,  tekur undir handlegginn á honum og segir valdmannslega:  "Þú kemur með okkur niður á stöð.  Þú ert ósjálfbjarga vegna ölvunar."

  Sá fulli horfir furðulostinn á lögreglumanninn og spyr:  "Er ég fullur?  Ertu viss?  Ertu alveg viss?"

  Lögreglumaðurinn svarar:  "Það leynir sér nú ekki.  Þú ert gjörsamlega á skallanum."

  Sá fulli hendir sér fagnandi í fangið á lögreglumanninum og hrópar:  "Dásamlegt!  Dásamlegt!  Ég hélt ég væri orðinn fatlaður!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Takk fyrir að leiða mig inn á bloggið þitt, ég á eftir að fletta þér sundur og saman.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 19.1.2009 kl. 02:53

2 Smámynd: Aida.

Langaði bara að kasta kveðju á þig.

Aida., 20.1.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

aloevera
aloevera
Aloe Vera Jónsdóttir

Tónlistarspilari

Ætlarðu að hringja á morgun? - Jóhanna Seljan

Spurt er

Notar þú "Body Lotion"?

350 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ktar_968807
  • ...kir_punktar
  • soleo4
  • Soleo3
  • soleo2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband