Færsluflokkur: Spil og leikir

Eldur, eldur!

  Það hefur kviknað í litlu blokkaríbúðinni.  Íbúarnir þar,  tvær ljóskur,  hafa forðað sér hóstandi út á svalir.  Önnur hrópar:  "Eldur,  eldur!".  Það virðist ekki vekja viðbrögð hjá neinum.  Hún snýr sér að hinni ljóskunni og segir:  "Þetta virðist ekki duga.  Við verðum að hrópa saman."  Sú brá við snöggt og byrjaði þegar að hrópa:  "Saman,  saman!"


Brandari

  Þennan brandara má heimfæra upp á hverja sem er.  Allt eftir því hvaða nöfn bera hæst í umræðunni þegar brandarinn er borinn á borð.  Málið er að taka hann ekki of hátíðlega.  Þetta er,  jú,  bara brandari.

  Vegna vantrauststillögunnar sem Ólafur F. Magnússon lagði fram á borgarstjórnarfundi í gær á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur höfum við brandarann svona að þessu sinni:

  Hanna Birna átti leið um hestahús við Sprengisand.  Þar tók hún hestamenn tali.  Enda stutt í prófkjör og kosningar.  Eftir smá spjall var Hönnu Birnu boðið að fá sér reiðtúr á þægilegum gömlum hesti.  Hanna Birna var hin kátasta og fór á töltandi hestinum víða um austurborgina.  Hún mætti Gísla Marteini sem var á reiðhjóli.  Hann kallar til Hönnu Birnu:  Láttu folann spretta almennilega úr spori!

  Hanna Birna kallaði til baka:  Þetta er meri.  Ekki foli.

  Gísli Marteinn svaraði:  Nei,  það leynir sér ekki að þetta er foli.  Ég sé typpið á honum.

  Hanna Birna varð undrandi og sagði útskýrandi:  Nú?  Ég tók áðan fram úr Ólafi F.  Magnússyni sem fór fremstur í gönguhópi.  Hann hrópaði yfir hópinn:  "Sjáið þessa helvítis tussu á hestinum.  Ég fæ æluna upp í háls!"        


Brandari

  Maðurinn kom seint að kvöldi inn í 10-11,  gekk beint að kjötborðinu og spurði afgreiðslumanninn:  "Áttu til endur?"

  Afgreiðslumaðurinn svaraði:  "Nei,  við erum ekki með endur.  En við erum með gott tilboð á kjúklingum."

  Það fauk í aðkomumanninn sem hreytti út úr sér:  "Kjúklinga?  Ertu eitthvað verri?  Konan heldur að ég sé búinn að vera á skytteríi um helgina.  Hvernig heldur þú að það komi út að segjast hafa skotið hænur?"


Nína Hagen

  Austur-þýska söngkonan Nína Hagen kom óvænt inn í pönksenuna 1978.  Hún var langskólagengin í óperusöng en snéri sér að pönkinu eftir að frósturfaðir hennar,  vinsæll vísnasöngvari sem ég man ekki hvað heitir (kannski Wolf Bierman? eða eitthvað álíka) var rekinn frá A-Þýskalandi fyrir andóf gegn þáverandi kommúnistastjórn þar. 

  Nína Hagen var og er ofurmáta góð söngkona.  Hún hellti sér út í pönkið í Bretlandi og varð alþjóðleg poppstjarna.  Missti sig í dópi og hefur verið hálf rugluð síðan.  Fyrstu plötur hennar eru bestar.  Síðast þegar ég vissi bjó hún í Danmörku og var í sambúð með dönskum upptökustjóra.  Það hefur slitnað upp úr þeirra sambandi.  Mér skilst að hún búi þó ennþá í Danmörku.


Twist and Shout

   Lagið  Twist and Shout  átti ekki að vera á fyrstu plötu Bítlanna.  Hljómsveitinni var skammtaður dagspartur til að hljóðrita fyrstu plötu sína.  Vegna taugaóstyrks spiluðu Bítlarnir flest lögin aðeins hraðar en á æfingum.  1963 voru plötur teknar upp "live" í hljóðveri.  Þegar til kom átti hljómsveitin eftir ónotaðar nokkrar mínútur í hljóðverinu og platan var í mínútum talið styttri en gert var ráð fyrir.

  Bítlarnir voru "spíttaðir" (af örvandi lyfjum) í hljóðverinu og ákváðu í skyndingu óundirbúnir að bæta  Twist and Shout  við.  John Lennon var þeirra "spíttaðastur",  búinn með röddina en ofvirkur og kýldi á  Twist and Shout.  Þetta varð lagið sem setti punktinn fyrir ofan i-ið á plötunni.  Aldrei áður (jú,  reyndar Presley) hafði hvítur söngvari öskrað af slíku hömluleysi.  Lagið varð tákn þess villta sem Bítlarokkið stóð fyrir.  Út á þetta lag varð Bítlaæðið tákn endurreisnar rokksins sem hafði nánast horfið eftir 1958:  Presley horfið til hermennsku og í kjölfar farinn að leika í lélegum kvikmyndum,  Chuck Berry kominn í fangelsi vegna skattsvika,  Little Richard ýmist á geðveikrahæli eða orðinn Jesú-predikari, Jerry Lee Lewis úthrópaður sem barnaníðingur,  Buddy Holly og Ricky Valens fórust í flugslysi 1958.  Og svo framvegis.  Aldrei áður hafði það gerst í sögu dægurlagamúsíkur að vinsæll músíkstíll næði endurkomu.  En Bítlarnir kollvörpuðu þessari hefð með  Twist ans Shout.  Endurreistu rokkið með stæl og stimpluðu rokkið aftur inn til frambúðar. 

  Sjálfur sagði John að hann hafi verið fullur samviskubits yfir þessu lagi.  Honum þótti sem hann hafi verið að riðjast óboðinn inn á svið svartra öskursöngvara á borð við Little Richard,  Screaming Jay Hawkinds og slíkra.  Þetta lag opnaði fyrir flóðgáttir hvítra rokkara sem leyfðu sér að brúka öskursöng af þessu tagi.  Varð tákn bítlarokks.   

  Röddun Bítlanna var hvorki í þessu lagi né síðar tónfræðilega rétt samkvæmt uppskrift þess sem áður gilti.  En virkaði fullkomlega.  Síðar náðu Bítlarnir ennþá betri tökum á frábærri röddun langt út fyrir hið hefðbundna.  Urðu snillingar á því sviði,  ásamt The Beach Boys og Grosby,  Stills,  Nash and Young.

  Til gamans má geta að Bítlarnir reyndu árum saman að kenna The Rolling Stones að radda.  Hlupu jafnvel undir bagga á plötum.  En The Rolling Stones náðu aldrei tökum á dæminu. 


Pirrandi spurning

  Eftir eldheitan ástarleik liggur parið mótt og másandi í örmum hvors annars.  Þegar strákurinn hefur kastað mestu mæðunni hvíslar hann í eyra dömunnar:  "Er ég fyrsti gaurinn sem þú hefur orðið ástfangin af?"  Stelpan hvíslar á móti:  "Já,  að sjálfsögðu,  elskan mín."  Svo bætir hún við pínulítið pirruð:  "Hvers vegna í fjandanum spyrjið þið strákarnir mig alltaf að þessu eftir fyrstu kynmökin okkar?"

Getraun

  Jesú,  góðhjartaður lögfræðingur og jólasveinn komu samtímis að gömlu marghæða hóteli.  Í anddyrinu var stórt auglýsingaspjald sem upplýsti að gestamóttakan væri á 3ju hæð.  Engan stiga var að sjá.  Bara hrörlega lyftu.  Þremenningarnir fóru saman inn í lyftuna.  Við hliðina á hnöppunum í lyftunni var peningarauf.  Við raufina stóð að í hana þurfi að setja 100 krónu pening til að lyftan virki.  Mennirnir horfðu vandræðalega hver á annan.  Hver heldur þú að hafi síðan borgað?

  Svar:  Jólasveinninn að sjálfsögðu.  Hinir eru ekki til í alvörunni. 


Afi og amma

  Afi og amma sátu saman í stofusófanum.  Þau sögðu yfirleitt ekki neitt við hvort annað nema þegar þau þurftu að nöldra yfir einhverju.  Þess í stað sátu þau þegjandi og létu tímann líða.  Skyndilega slær amma afa utan undir með flötum lófa.  Afa er brugðið og horfir í forundran á ömmu.  Þegar hann hefur jafnað sig spyr hann:  "Hvað átti þetta að þýða?"

  Amma svarar ofur rólega:  "Þetta er fyrir að hafa aldrei veitt mér almennilegt kynlíf í öll þau 60 ár sem við höfum verið saman frá fermingaraldri.  Bara alltaf þetta sama lélegasta kynlíf í heimi."

  Afi þegir niðurlútur og skömmustulegur.  Að nokkrum tíma liðnum slær hann ömmu utan undir með flötum lófa.  Amma hrekkur við og spyr:  "Hvað er að þér maður?  Ertu orðinn vitlaus?  Hvað á þetta að þýða?"

  Afi svarar:  "Þetta er fyrir að þú skulir þekkja muninn."  

soleo2


Höfundur

aloevera
aloevera
Aloe Vera Jónsdóttir

Tónlistarspilari

Ætlarðu að hringja á morgun? - Jóhanna Seljan

Spurt er

Notar þú "Body Lotion"?

350 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ktar_968807
  • ...kir_punktar
  • soleo4
  • Soleo3
  • soleo2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband