Færsluflokkur: Spaugilegt

Spaug

  - Mamma,  ég er ólétt,  grætur 15 ára stelpan fyrir framan móður sína.

  - Guð minn góður! Hver er pabbinn?  spyr móðirin skelkuð.

  - Hvernig á ég að vita það?  hreytir stelpan reiðilega út úr sér og bætir ásakandi við:  Þú bannaðir mér alltaf að eiga kærasta! 


Eldur, eldur!

  Það hefur kviknað í litlu blokkaríbúðinni.  Íbúarnir þar,  tvær ljóskur,  hafa forðað sér hóstandi út á svalir.  Önnur hrópar:  "Eldur,  eldur!".  Það virðist ekki vekja viðbrögð hjá neinum.  Hún snýr sér að hinni ljóskunni og segir:  "Þetta virðist ekki duga.  Við verðum að hrópa saman."  Sú brá við snöggt og byrjaði þegar að hrópa:  "Saman,  saman!"


Einn góður

  Blindfullur náungi situr á bar í Ármúlanum.  Náunginn er alveg að lognast út af.  Þá kemur hann skyndilega auga á annan álíka fullan við hinn enda barsins.  Við þessa sjón hressist kauði.  Með erfiðsmunum tekst honum að feta sig yfir til hins gaursins með því að styðja sig við barbrúnina.  Þangað kominn heilsar hann með handabandi og spyr hvort ekki megi bjóða upp á bjórkönnu.  Hinn þiggur boðið með þökkum.

  -  Hvaðan ertu?  spyr sá sem bauð.

  -  Keflavík,  svarar hinn.

  -  Þú segir ekki?  Skemmtileg tilviljun.  Ég er líka frá Keflavík. Ég verð að bjóða þér upp á skot.  Svo skálum við fyrir Keflavík.

  Þeir fá sér skot,  skála fyrir Keflavík og halda áfram spjalli.  Það kemur í ljós að þeir eru jafnaldrar og gengu báðir í Myllubakkaskóla.

  -  Skálum fyrir Myllubakkaskóla!  Nú býð ég upp á skot,  segir sá sem hingað til hefur þegið veitingar hins.   Þeir spjalla meira saman og komast að því að þeir höfðu flesta sömu kennara og þekktu marga sömu skólafélaga.  Fögnuður er mikill við hvert atriði sem þeir uppgötva að eiga sameiginleg.  Þeir halda upp á það með því að bjóða til skiptis upp á skot og skála grimmt.

   Einn af fastakúnnum barsins kemur inn og sest við barborðið.  Barþjónninn færir honum ískaldan bjór án þess að spyrja neins.  Fastakúnninn spyr:  "Jæja,  er ekkert að gerast á barnum í kvöld?"

  Barþjónninn svarar:  "Nei,  þetta er rólegt kvöld."  Svo hallar hann sér að fastakúnnanum, bendir í laumi á þessa blindfullu frá Keflavík og segir hvíslandi:  "Tvíburarnir frá Keflavík eru búnir að vera á skallanum hérna í allan dag."


Einn léttur

  Slökkvilið Hafnarfjarðar vígði nýjan slökkviliðsbíl við hátíðlega athöfn.  Bíllinn var búinn nýjasta hátæknibúnaði og hinn glæsilegasti í alla staði.  Hljómsveitirnar Botnleðja og Kátir piltar spiluðu og boðið var upp á smurbrauðssnittur,  bjór og léttvín.  Eftir röð ávarpa frá bæjarstjórnarmönnum og slökkviliðsstjóra tóku bæjarstjórinn og slökkviliðsstjórinn tal saman.  Bæjarstjórinn sagði:  "Þetta er aldeilis frábært.  Ég er bara að velta fyrir mér hvað við eigum að gera við gamla slökkviliðsbílinn."

Slökkviliðsstjórinn svaraði:  "Hann verður fínn í gabbútköllin." 


Brandari

  Þennan brandara má heimfæra upp á hverja sem er.  Allt eftir því hvaða nöfn bera hæst í umræðunni þegar brandarinn er borinn á borð.  Málið er að taka hann ekki of hátíðlega.  Þetta er,  jú,  bara brandari.

  Vegna vantrauststillögunnar sem Ólafur F. Magnússon lagði fram á borgarstjórnarfundi í gær á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur höfum við brandarann svona að þessu sinni:

  Hanna Birna átti leið um hestahús við Sprengisand.  Þar tók hún hestamenn tali.  Enda stutt í prófkjör og kosningar.  Eftir smá spjall var Hönnu Birnu boðið að fá sér reiðtúr á þægilegum gömlum hesti.  Hanna Birna var hin kátasta og fór á töltandi hestinum víða um austurborgina.  Hún mætti Gísla Marteini sem var á reiðhjóli.  Hann kallar til Hönnu Birnu:  Láttu folann spretta almennilega úr spori!

  Hanna Birna kallaði til baka:  Þetta er meri.  Ekki foli.

  Gísli Marteinn svaraði:  Nei,  það leynir sér ekki að þetta er foli.  Ég sé typpið á honum.

  Hanna Birna varð undrandi og sagði útskýrandi:  Nú?  Ég tók áðan fram úr Ólafi F.  Magnússyni sem fór fremstur í gönguhópi.  Hann hrópaði yfir hópinn:  "Sjáið þessa helvítis tussu á hestinum.  Ég fæ æluna upp í háls!"        


Brandari

  Maðurinn kom seint að kvöldi inn í 10-11,  gekk beint að kjötborðinu og spurði afgreiðslumanninn:  "Áttu til endur?"

  Afgreiðslumaðurinn svaraði:  "Nei,  við erum ekki með endur.  En við erum með gott tilboð á kjúklingum."

  Það fauk í aðkomumanninn sem hreytti út úr sér:  "Kjúklinga?  Ertu eitthvað verri?  Konan heldur að ég sé búinn að vera á skytteríi um helgina.  Hvernig heldur þú að það komi út að segjast hafa skotið hænur?"


Brandari

  Amish kallast sértrúarsöfnuður í Bandaríkjunum.  Söfnuðurinn lifir í afar fábrotnu einangruðu samfélagi án allra nútíma þæginda:  Ekkert rafmagn,  engin mótorknúin farartæki...  Það eru ekki einu sinni rennilásar eða tölur notaðar.  Amish fólkið umgengst ekki annað fólk nema brýna nauðsyn beri til.

  Eitt sinn brá svo við að gamall Amish karl þurfti að bregða sér í kaupstað.  Í fyrsta sinn á ævinni.  Hann fékk son sinn til fylgdar.  Þeir komu í andyri hótels og horfðu í kringum sig.  Þeim varð starsýnt á stállitaðar lyftudyr.

  Feðgarnir höfðu aldrei séð lyftu.  Öldruð kona gengur að lyftunni,  ýtir á hnapp,  lyftudyrnar opnast,  konan gengur inn í lyftuna og dyrnar lokast.  Feðgarnir störðu áfram á lyftuna í forundran til að vita hvað yrði um konuna.  Þeir höfðu séð að á bak við dyr lyftunnar var aðeins lítill lokaður klefi.

  Að nokkrum tíma liðnum opnast dyrnar aftur.  Út gengur ung og falleg kona.  Feðgarnir horfa á eftir henni ganga út á götu og hverfa.  Gamli Amish karlinn klórar sér í hausnum af undrun.  Svo segir hann við son sinn:

  "Farðu og sæktu mömmu þína.  Mig langar að setja hana í þetta tæki."

    


Einn blindfullur

  Ofurölvi náungi bröltir út af kránni.  Hann dettur strax á gangstéttinni fyrir utan og kútveltist niður í göturæsið.  Hann margdettur aftur á meðan hann reynir að standa upp.  Að lokum tekst honum að standa upp og skjögrar af stað.  Honum gengur illa að halda jafnvægi vegna þess að hann gengur með annan fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í ræsinu.  Hann heldur áfram að detta ítrekað og reisa sig upp með sömu erfiðismunum og áður.  Og heldur áfram að skakklappast með annan fótinn uppi á gangstéttinni og hinn niðri í ræsinu.

  Lögreglubíl er ekið hjá.  Bíllinn stoppar,  lögreglumaður vindur sér að þeim fulla,  tekur undir handlegginn á honum og segir valdmannslega:  "Þú kemur með okkur niður á stöð.  Þú ert ósjálfbjarga vegna ölvunar."

  Sá fulli horfir furðulostinn á lögreglumanninn og spyr:  "Er ég fullur?  Ertu viss?  Ertu alveg viss?"

  Lögreglumaðurinn svarar:  "Það leynir sér nú ekki.  Þú ert gjörsamlega á skallanum."

  Sá fulli hendir sér fagnandi í fangið á lögreglumanninum og hrópar:  "Dásamlegt!  Dásamlegt!  Ég hélt ég væri orðinn fatlaður!"


Bráðfyndið myndband

 

  The Maury Show er bandarískur sjónvarpsþáttur svipaður þeim sem kenndur er við Jerry Springer.  Fólk mætir í sjónvarpssal og afhjúpar leyndarmál um sig fyrir framan sína nánustu,  sem einnig eru í sjónvarpssal.  Barnungar dætur upplýsa mæður sínar um að þær séu barnshafandi eða að þær stundi vændi.  Kona eða maður segja maka sínum frá framhjáhaldi.  Og svo framvegis.

  Í þessu myndbandi fræðir hvít kona hvítan eiginmann sinn um að hún hafi haldið framhjá honum með svörtum nágranna þeirra.  Eiginmaðurinn fær grátkast og þykir þetta óréttlátt vegna þess að hann vinnur mikið og skaffar vel.  Hann lýsir yfir að hann vilji ekkert með konuna hafa lengur en einkabarn þeirra sé honum allt.

  Þá fær hann að vita að DNA próf sýni að hann sé ekki líffræðilegur faðir barnsins.  Við það fær kallinn áfall og grætur ennþá meira.

  Þetta er sorglegt.  En það broslega er að það fer ekki á milli mála að barnið er svertingi.  Kallinn hafði bara aldrei tekið eftir því.


Pirrandi spurning

  Eftir eldheitan ástarleik liggur parið mótt og másandi í örmum hvors annars.  Þegar strákurinn hefur kastað mestu mæðunni hvíslar hann í eyra dömunnar:  "Er ég fyrsti gaurinn sem þú hefur orðið ástfangin af?"  Stelpan hvíslar á móti:  "Já,  að sjálfsögðu,  elskan mín."  Svo bætir hún við pínulítið pirruð:  "Hvers vegna í fjandanum spyrjið þið strákarnir mig alltaf að þessu eftir fyrstu kynmökin okkar?"

Næsta síða »

Höfundur

aloevera
aloevera
Aloe Vera Jónsdóttir

Tónlistarspilari

Ætlarðu að hringja á morgun? - Jóhanna Seljan

Spurt er

Notar þú "Body Lotion"?

351 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ktar_968807
  • ...kir_punktar
  • soleo4
  • Soleo3
  • soleo2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband