10.4.2010 | 20:40
Einn góður
Blindfullur náungi situr á bar í Ármúlanum. Náunginn er alveg að lognast út af. Þá kemur hann skyndilega auga á annan álíka fullan við hinn enda barsins. Við þessa sjón hressist kauði. Með erfiðsmunum tekst honum að feta sig yfir til hins gaursins með því að styðja sig við barbrúnina. Þangað kominn heilsar hann með handabandi og spyr hvort ekki megi bjóða upp á bjórkönnu. Hinn þiggur boðið með þökkum.
- Hvaðan ertu? spyr sá sem bauð.
- Keflavík, svarar hinn.
- Þú segir ekki? Skemmtileg tilviljun. Ég er líka frá Keflavík. Ég verð að bjóða þér upp á skot. Svo skálum við fyrir Keflavík.
Þeir fá sér skot, skála fyrir Keflavík og halda áfram spjalli. Það kemur í ljós að þeir eru jafnaldrar og gengu báðir í Myllubakkaskóla.
- Skálum fyrir Myllubakkaskóla! Nú býð ég upp á skot, segir sá sem hingað til hefur þegið veitingar hins. Þeir spjalla meira saman og komast að því að þeir höfðu flesta sömu kennara og þekktu marga sömu skólafélaga. Fögnuður er mikill við hvert atriði sem þeir uppgötva að eiga sameiginleg. Þeir halda upp á það með því að bjóða til skiptis upp á skot og skála grimmt.
Einn af fastakúnnum barsins kemur inn og sest við barborðið. Barþjónninn færir honum ískaldan bjór án þess að spyrja neins. Fastakúnninn spyr: "Jæja, er ekkert að gerast á barnum í kvöld?"
Barþjónninn svarar: "Nei, þetta er rólegt kvöld." Svo hallar hann sér að fastakúnnanum, bendir í laumi á þessa blindfullu frá Keflavík og segir hvíslandi: "Tvíburarnir frá Keflavík eru búnir að vera á skallanum hérna í allan dag."
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Tónlistarspilari
Spurt er
351 dagur til jóla
Bloggvinir
- hallaj
- agnesasta
- arabina
- vestfirdingurinn
- volcanogirl
- annasolrunk
- arnaringvarsson
- hljod
- taoistinn
- akm
- formychildren
- astasoffia
- astrosyr
- baldurborg
- ugla2
- beh26
- bergthorolason
- bertha
- berthath
- bf
- einarstrand
- elisae
- onlysolutions
- egelskamat
- snakur
- fanneybk
- fjolakarls
- curvychic
- hreinn23
- gusg
- gunniwaage
- crispy
- aglow
- hildurhelgas
- hildurheilari
- talsetning
- holmfridurge
- hhraundal
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- knudsen
- girlpuzzle
- jensgud
- natures
- omarsdottirjohanna
- johanneseggertsson
- johannesthor
- jonagunnsa
- jonsullenberger
- poppstjarna
- vatnsberinn
- kreppukallinn
- kristbjorn20
- hannahh
- kiddirokk
- krissi46
- lauola
- kara84
- lrnews
- beggibestur
- willys
- ninnapalma
- radagerdur
- rakelanna
- siggileelewis
- sunnanmegin
- edalhestar
- sigurborgkrhannesdottir
- sigurdurbaldvin
- sirpa
- buccness
- dolla
- sporttv
- superwoman
- fugla
- sveinn-refur
- sveinneh
- tobba
- christinemarie
- tomas-waagfjord
- tunnutal
- myworld
- vidarorn
- vignir-ari
- zordis
- ylfamist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Superwoman, 15.5.2010 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.