Færsluflokkur: Lífstíll

Pirrandi spurning

  Eftir eldheitan ástarleik liggur parið mótt og másandi í örmum hvors annars.  Þegar strákurinn hefur kastað mestu mæðunni hvíslar hann í eyra dömunnar:  "Er ég fyrsti gaurinn sem þú hefur orðið ástfangin af?"  Stelpan hvíslar á móti:  "Já,  að sjálfsögðu,  elskan mín."  Svo bætir hún við pínulítið pirruð:  "Hvers vegna í fjandanum spyrjið þið strákarnir mig alltaf að þessu eftir fyrstu kynmökin okkar?"

Ofurminnistækni

  Tvenn hjón sátu saman að spjalli í dagstofunni á öldrunarheimilinu.  Annar mannanna spyr hinn:  "Jón,  ertu búinn að fá niðurstöður úr minnisprófinu sem þú varst sendur í fyrir síðustu helgi?"

  "Já,  það kom niðurstaða í morgun," svarar Jón.  "Mjög góð niðurstaða.  Minnið hefur aldrei verið betra.  Enda var ég látinn gera allskonar æfingar fyrst samkvæmt háþróaðri ofurminnistækni sem kallast Super Learning Memory.  Það munaði öllu."

  Hinn uppveðrast við þessi tíðindi og segir:  "Mér veitti ekki af að læra þessa ofurminnistækni.  Hvað heitir stofnunin sem kennir þetta?"

  Jón þegir góða stund.  Síðan spyr hann:  "Hvað kallar þú blóm sem er rautt og með langan stilk sem er með þyrnum."

  Hinn spyr á móti:  "Áttu við rós?"

  Jón verður eitt breitt bros,  snýr sér að konu sinni og segir:  "Rós mín,  manstu hvað stofnunin heitir sem kenndi mér ofurminnistæknina?"

Soleo3


Afi og amma

  Afi og amma sátu saman í stofusófanum.  Þau sögðu yfirleitt ekki neitt við hvort annað nema þegar þau þurftu að nöldra yfir einhverju.  Þess í stað sátu þau þegjandi og létu tímann líða.  Skyndilega slær amma afa utan undir með flötum lófa.  Afa er brugðið og horfir í forundran á ömmu.  Þegar hann hefur jafnað sig spyr hann:  "Hvað átti þetta að þýða?"

  Amma svarar ofur rólega:  "Þetta er fyrir að hafa aldrei veitt mér almennilegt kynlíf í öll þau 60 ár sem við höfum verið saman frá fermingaraldri.  Bara alltaf þetta sama lélegasta kynlíf í heimi."

  Afi þegir niðurlútur og skömmustulegur.  Að nokkrum tíma liðnum slær hann ömmu utan undir með flötum lófa.  Amma hrekkur við og spyr:  "Hvað er að þér maður?  Ertu orðinn vitlaus?  Hvað á þetta að þýða?"

  Afi svarar:  "Þetta er fyrir að þú skulir þekkja muninn."  

soleo2


« Fyrri síða

Höfundur

aloevera
aloevera
Aloe Vera Jónsdóttir

Tónlistarspilari

Ætlarðu að hringja á morgun? - Jóhanna Seljan

Spurt er

Notar þú "Body Lotion"?

349 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ktar_968807
  • ...kir_punktar
  • soleo4
  • Soleo3
  • soleo2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Fréttir frá Amnesty

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband