Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
11.4.2012 | 23:18
Spaug
- Mamma, ég er ólétt, grætur 15 ára stelpan fyrir framan móður sína.
- Guð minn góður! Hver er pabbinn? spyr móðirin skelkuð.
- Hvernig á ég að vita það? hreytir stelpan reiðilega út úr sér og bætir ásakandi við: Þú bannaðir mér alltaf að eiga kærasta!
10.4.2010 | 20:40
Einn góður
Blindfullur náungi situr á bar í Ármúlanum. Náunginn er alveg að lognast út af. Þá kemur hann skyndilega auga á annan álíka fullan við hinn enda barsins. Við þessa sjón hressist kauði. Með erfiðsmunum tekst honum að feta sig yfir til hins gaursins með því að styðja sig við barbrúnina. Þangað kominn heilsar hann með handabandi og spyr hvort ekki megi bjóða upp á bjórkönnu. Hinn þiggur boðið með þökkum.
- Hvaðan ertu? spyr sá sem bauð.
- Keflavík, svarar hinn.
- Þú segir ekki? Skemmtileg tilviljun. Ég er líka frá Keflavík. Ég verð að bjóða þér upp á skot. Svo skálum við fyrir Keflavík.
Þeir fá sér skot, skála fyrir Keflavík og halda áfram spjalli. Það kemur í ljós að þeir eru jafnaldrar og gengu báðir í Myllubakkaskóla.
- Skálum fyrir Myllubakkaskóla! Nú býð ég upp á skot, segir sá sem hingað til hefur þegið veitingar hins. Þeir spjalla meira saman og komast að því að þeir höfðu flesta sömu kennara og þekktu marga sömu skólafélaga. Fögnuður er mikill við hvert atriði sem þeir uppgötva að eiga sameiginleg. Þeir halda upp á það með því að bjóða til skiptis upp á skot og skála grimmt.
Einn af fastakúnnum barsins kemur inn og sest við barborðið. Barþjónninn færir honum ískaldan bjór án þess að spyrja neins. Fastakúnninn spyr: "Jæja, er ekkert að gerast á barnum í kvöld?"
Barþjónninn svarar: "Nei, þetta er rólegt kvöld." Svo hallar hann sér að fastakúnnanum, bendir í laumi á þessa blindfullu frá Keflavík og segir hvíslandi: "Tvíburarnir frá Keflavík eru búnir að vera á skallanum hérna í allan dag."
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 23:58
Pirrandi spurning
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.1.2009 kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2008 | 03:01
Ofurminnistækni
Tvenn hjón sátu saman að spjalli í dagstofunni á öldrunarheimilinu. Annar mannanna spyr hinn: "Jón, ertu búinn að fá niðurstöður úr minnisprófinu sem þú varst sendur í fyrir síðustu helgi?"
"Já, það kom niðurstaða í morgun," svarar Jón. "Mjög góð niðurstaða. Minnið hefur aldrei verið betra. Enda var ég látinn gera allskonar æfingar fyrst samkvæmt háþróaðri ofurminnistækni sem kallast Super Learning Memory. Það munaði öllu."
Hinn uppveðrast við þessi tíðindi og segir: "Mér veitti ekki af að læra þessa ofurminnistækni. Hvað heitir stofnunin sem kennir þetta?"
Jón þegir góða stund. Síðan spyr hann: "Hvað kallar þú blóm sem er rautt og með langan stilk sem er með þyrnum."
Hinn spyr á móti: "Áttu við rós?"
Jón verður eitt breitt bros, snýr sér að konu sinni og segir: "Rós mín, manstu hvað stofnunin heitir sem kenndi mér ofurminnistæknina?"
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.12.2008 kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Spurt er
350 dagar til jóla
Bloggvinir
- hallaj
- agnesasta
- arabina
- vestfirdingurinn
- volcanogirl
- annasolrunk
- arnaringvarsson
- hljod
- taoistinn
- akm
- formychildren
- astasoffia
- astrosyr
- baldurborg
- ugla2
- beh26
- bergthorolason
- bertha
- berthath
- bf
- einarstrand
- elisae
- onlysolutions
- egelskamat
- snakur
- fanneybk
- fjolakarls
- curvychic
- hreinn23
- gusg
- gunniwaage
- crispy
- aglow
- hildurhelgas
- hildurheilari
- talsetning
- holmfridurge
- hhraundal
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- knudsen
- girlpuzzle
- jensgud
- natures
- omarsdottirjohanna
- johanneseggertsson
- johannesthor
- jonagunnsa
- jonsullenberger
- poppstjarna
- vatnsberinn
- kreppukallinn
- kristbjorn20
- hannahh
- kiddirokk
- krissi46
- lauola
- kara84
- lrnews
- beggibestur
- willys
- ninnapalma
- radagerdur
- rakelanna
- siggileelewis
- sunnanmegin
- edalhestar
- sigurborgkrhannesdottir
- sigurdurbaldvin
- sirpa
- buccness
- dolla
- sporttv
- superwoman
- fugla
- sveinn-refur
- sveinneh
- tobba
- christinemarie
- tomas-waagfjord
- tunnutal
- myworld
- vidarorn
- vignir-ari
- zordis
- ylfamist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar